Paradise.

Eins og ég sagði í fyrri færslu þá þurftum við að hanga heima og bíða eftir ferðatöskunni minni sem átti fyrst að koma um miðjan dag en endaði á að koma upp úr miðnætti, takk fyrir pent!  Það var ekki bara ég sem varð ánægð þegar taskan kom loksins heldur líka Begga þar sem ég var með uppáhalds matinn hennar sem og sælgæti sem móðir hennar sendi henni. 

Þegar fimmtudagurinn rann upp brunuðum við í Walmart þar sem ég tók klukkutíma skoðunarferð ein míns liðs enda algjör óþarfi að Begga elti mig um alla verslun og ég ein að versla.  En ég verslaði aðallega bara nauðsynjar eins og t.d daglegar snyrtivörur og hlýraboli.  Svo fórum við saman vinkonurnar í aðra verslun, íþróttaverslun þar sem ég keypti aðrar nauðsynjar til að lifa af í hitanum.  Gerðum tilraun til að finna á mig sundfatnað en fundum ekkert í íþróttaversluninni né annarri verslun sem við kíktum í á eftir.

Eftir mína fyrstu verslunarferð skelltum við okkur Begga á grískan veitingastað þar sem við fengum okkur pítu að þeirra hætti og skoluðum henni niður með Corona.

Ég er að segja ykkur það að Galveston er mjög fallegur bær.  Þar sem bærinn er við sjóinn og er á svæði þar sem fellibylir geta gerst þá eru öll húsin sem eru næst sjónum á annarri hæð.  Þið fattið hvað ég meina ef þið skoðið húsin í myndaalbúminu, þau eru byggð svona til varnar ef fellibylur skellur á. 

Í dag fengum við afnot af húsi tengdaforeldra Beggu í dag sem er hérna rétt hjá en það er í söluferli en húsið er við vatnið og allir þeir sem eiga hús þar eiga líka bát.  Einnig er þar að finna sundlaug en það er næstum því nauðsynlegt að hafa eina slíka þegar sumar er.  Við eyddum deginum þar, á meðan hjónakornin sóluðu sig mest megnis í sundlauginni þá sat ég í meiri skugga að sauma út þar sem það dugði mér alveg að sitja í heilan klukkutíma í sólbaði.  Leyfði nú sólinni að sleikja mig aðeins lengur þó ég sat og saumaði út en endaði á því að færa mig alveg í skuggann. 

Seinni partinn áður en við fórum heim þá skelltum við okkur í bátsferð.  Ég er svo hrifin af húsunum hérna að ég á ekki til orð.  Myndavélin varð batteríslaus akkúrat þegar bátsferðin hófst en ég á eftir að fara í fleiri bátsferðir svo ég næ að taka myndir af paradísinni. 

I´m in love with this paradise!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Và heppin þù njottu i botn😝

Heiða (IP-tala skráð) 15.6.2015 kl. 09:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband