DraumaPrinsinn fannst í Texas.

Richard, Richard, Richard ...I want you.  I want you.  I want you.  Oh baby, Oh baby.  Já, það er ekki furða að ég vilji hitta Richard aftur.  Við Begga skelltum okkur á rólegt pöbbarölt á föstudagskvöldið. Fyrst settumst við inn á Crows þar sem við hlustuðum á reggae tónlist með Corona í hönd.  Mjög skemmtilegur og öðruvísi staður.  Svo héldum við för okkar áfram en á leiðinni á næsta stað hitti ég Richard sem er einn sá fallegasti karlmaður sem ég hef augum litið á. WOW. Við mættum honum og vini hans en þá voru þeir að leggja bílnum sínum en við vorum þá að ganga framhjá og þeir heilsa okkur með „Howdy“ (How do you do?) sem er alvöru Texas-kveðja.  Við heilsuðum þeim á móti og við tók þá smá spjall en ameríkanar eru kurteisir.  Kurteisari en við Íslendingar.  Þeir mega eiga það.  En Richard bræddi mig ekki bara með fegurðinni heldur heilsaði hann mér með handabandi þegar hann kynnti sig og endurtók svo nafnið mitt líka svona fallega þegar ég svaraði honum í sömu mynt.  Vinur hans var líka mjög kurteis, við heilsuðumst og hann hrósaði mér fyrir hvað ég tók vel og fast í höndina á honum tongue-out

Oh Richard, Oh Richard .... where are you?

En já, för okkar hélt áfram.  Fundum annan stað sem ég man ekki hvað heitir en við fengum okkur einn dísætan drykk og hlustuðum líka á live músík þar.  Þriðji og jafnframt síðasti skemmtistaðurinn þetta kvöldið var hvorki meira né minna en BuckShot Saloon en þar fékk kántrýstemminguna beint í æð en ég hef alltaf haft áhuga á henni.  Ef ég byggi ekki á Íslandi þá byggi ég í Nashville, Tennessee en þar er víst ennþá kántrý-menning. Ég er mjög skotin í kúrekastígvélum (bara svo það komi fram líka).  En já, við skelltum okkur þangað inn.  Settumst niður með annan Corona í hönd og biðum spenntar eftir línudansi sem ég hef einmitt líka lengi langað að læra.  Við þurftum ekki að bíða lengi eftir honum.  Fólkið sem hélt uppi stuðinu á dansgólfinu voru flest á milli 20-35 ára.  Áður en dansgólfið fylltist þá var ég búin að koma auga á annan fallegan mann (þó ekki eins fallegan og Richard)Beggu fannst ég ætti bara að drekka í mig kjark og bjóða honum upp í dans sem ég var fljót að þagga niður.  Þorði því jú ekki fyrir mitt litla líf. En í staðinn þá naut ég þess bara að horfa á hann.  Hann var bara einn á ferð.  En hann var greinilega mikill herramaður því þegar línudansinum lauk þá bauð hann konu eftir konu upp í dans. En eins og ég sagði áðan þá mega ameríkanar eiga það að þeir eru mjög kurteisir.  Miðað við næturlífið á Íslandi þá er ekki algengt að íslenskir strákar heilsi kvennfólki úti á götu, kynni sig og spjalli nema þá vilja eitthvað í staðinn.  Nú eða bjóða dömu upp, einungis til að hafa gaman án þess að reyna við hana.  En hér er dansað allt öðruvísi en heima, allavegana á kántrýbarnum.  Tveir og tveir saman, aðallega kona og karl en í versta falli kona og kona.  Þess vegna segi ég að hann var herralegur þessi sæti þar sem hann bauð konu eftir konu sem hafði ekki dansherra enda var hann sjálfur einsamall.  Ég gat ekki annað en séð að allir skemmtu sér vel. 

Á laugardagskvöldið hélt bruggverksmiðja hérna í bænum uppá 1árs afmæli en við vorum 5 sem skelltum okkur saman, fengum okkur að sjálfsögðu bjór, en ekki hvað.  Ágætur bjór svo sem.  En já, buðum íslensku pari með okkur þar sem þau eru í heimsókn hjá tengdaforeldrum Beggu

Í dag áttum við góðan sólríkan dag við sundlaugina þar sem ég náði kannski í allra síðasta sinn að sóla mig.  En samkvæmt veðurspánni þá ætti að rigna alla næstu viku.  Við skulum samt taka veðurspánni með fyrirvara þar sem þær standast nú ekki alltaf 100%.  En samt sem áður hafa veðurfræðingar verið að vara fólk við miklu rigningaveðri en Galveston er jú á fellibylasvæði.

En ég get ekki kvartað þar sem ég er búin að fá mjög góða daga – alveg þangað til í gær þá hefur hitinn verið frá 30-35 stig.  Sól alla daga.  Ég er orðin svakaleg pæja þar sem ég er orðin svo brún.  Langar helst ekki heim vegna þess að mig langar að vera svona brún áfram en liturinn verður örugglega fljótur að fara af mér.  Grátur!

Ekki á morgun heldur hinn eru vikurnar orðnar tvær síðan ég kom út.  Bara ein eftir.  Sakna einskis heima. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Þórðarson

Kærar þakkir fyrir þetta hreinskilna og skemmtilega blogg. Það er gaman að fá innsýn í hugarheiminn.

Hörður Þórðarson, 15.6.2015 kl. 03:59

2 Smámynd: Lára Harðardóttir

Takk fyrir það Hörður.

Lára Harðardóttir, 18.6.2015 kl. 04:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband