Ljósku Moment!

Ooooh, ég er með svo mikla fullkomunaráráttu þegar kemur að útliti bloggsins að það nær engri átt.  Ég neyddist til að breyta um þema á blogginu vegna þess að myndaalbúmið sem ég hef verið að safna í hérna úti virtist ekki birtast á hinu.  Það er hægt að velja um þó nokkur þemu sem mörg þeirra eru síður en svo falleg  með mismunandi valmöguleikum.  Svo loksins þegar ég finn fallegt þema þá eru ekki allir þeir valmöguleikar sem ég hefði kosið fyrir bloggið mitt til.  Það pirrar mig því ég vil að bloggið mitt líti vel út í mínum eigin augum.

Þar sem ég held líka úti handavinnu-bloggi sem og sölusíðu fyrir saumastofuna mína á sömu síðu þá er spurning hvort ég færi ekki bara þetta blogg þangað líka, þar er ég ánægð.  Ég mun allavegana færa mig eitthvert annað á næstu vikum því mér leiðist að nota allt sem viðkemur blog.is 

Ég er nú stundum ekki í lagi, ég meina, ég er með tvö blogg í gangi.  Eitt handavinnu- og svo þetta blogg sem ég hef jú einungis verið að vinna í eftir að ég kom út.  Fyrir nokkrum dögum lenti ég í erfiðleikum með að setja inn myndir svo ég sendi fyrirspurn á þann sem sér um vefinn.  Fyrirspurninni var svarað innan skamms og problemið lagað.  Tveimur dögum seinna kom upp annað vandamál svo ég sendi aðra fyrirspurn, hef reyndar ekki fengið svar tilbaka sem er hið besta mál.  Af hverju?  Jú, vegna þess að vandamálið er jú ekki þeirra að leysa, s.s hjá 123.is en þar er ég með hitt bloggið mitt.  Ég er s.s búin að vera senda fyrirspurn á 123.is sem blog.is ætti að svara.  Kommon Lára!  Í eitt skiptið þegar ég var að vandræðast með að setja inn myndir og þær vildu aldrei tolla inni þá fattaði ég það á endanum að ég var bara búin með kvótann.  Ég meina það! Spurning hvort hitinn rugli mig svona í kollinum tongue-out

En eins og ég segi þá verður þetta þema á blogginu næstu daga svo þið getið skoðað myndirnar frá Galveston Tx.  Bæti svo við í myndaalbúmið reglulega. 

Over and out (í bili).

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég get séð myndir hér til hliðar áður en þú breyttir blogginu. Held ég hafi séð allir myndirnar eða mér sýnist það.

takk fyrir allar skemmtilegu sögurnar frá henni Ameríku.

Pálína (IP-tala skráð) 14.6.2015 kl. 14:07

2 Smámynd: Lára Harðardóttir

Ég hélt það líka Pálína, en svo þegar ég fór að skoða nánar þá voru einu myndirnar bara þær sem ég hafði notað í sjálfu blogginu.

Lára Harðardóttir, 18.6.2015 kl. 04:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband