Ævintýrinu er lokið - þ.a.e.s í Texas.

Ferðalagið heim frá ameríku gekk vel.  Engin alvarleg seinkun.  Töskurnar tvær glötuðust ekki né þurfti ég að borga yfirvigt. Hjúkk it! Stærri taskan rétt slapp undir tuttuguogþrjú kílóin sem má hafa og sú minni var nú ekki nema rúm ellefu kíló.  Þetta segir okkur bara eitt, ég verslaði ekki nein ósköp – ha!

Nennti ekki að halda mér vakandi í fyrsta fluginu sem var á milli Houston og Atlanta svo ég svaf bara vært, já eða þangað til flugfreyjan vakti mig því hún var að bjóða upp á snakk og gos.  En það var svo sem ágætt þar sem flugið tók ekki nema rúman einn og hálfan klukkutíma.  Sem betur fer þá þurfti ég ekki að hanga lengi í Atlanta þar sem flug númer tvö fór fljótlega í loftið eftir að ég lenti. 

Flugið á milli Atlanta og Boston var aðeins lengra, tók tvo og hálfan klukkutíma.  Ég svaf nú eitthvað minna í því flugi. Það er barasta lítið annað hægt að gera en að sofa þegar maður ferðast einn og er ekki tæknivæddur á meðan fluginu stendur.

Svo lenti ég á Boston flugvelli sem ég þurfti að hanga á í nokkra klukkutíma.  Var nú að vonast að hann væri skemmtilegur og hefði góða matsölustaði sem hann var einmitt ekki.  Hann er miklu skemmtilegri þeim megin sem innanlandsflugið er. Sko miklu!  En já, þarna þurfti ég að gjöra svo vel að hanga í fjóra klukkutíma.  Þar sem síðasta flugið fór í loftið að nálgast hálf tíu þá var ég fullviss um að ég gæti sofið þetta flug af mér svona þar sem þetta var fimm stunda næturflug. En svo var aldeilis ekki.  Ég dottaði ekki einu sinni heldur hélt Friends mér uppi stuðinu sem og Ástríður allan tímann.  Þeir hjá Icelandair höfðu til sýnis þó nokkra Friends þætti úr nokkrum seríum en ég horfði á þá alla.  Þar sem ég sat alveg aftast í sæti 33F (sama sæti og á leiðinni út) með engan mér við hlið með svefngalsa og líka með þetta rosalega hláturskast yfir Friends þá mátti ég samt gjöra svo vel að halda hlátrinum inni. Því ekki vildi ég vekja ungabarnið sem svaf svo vært í kjöltu frönsku móður sinnar sem sat við ganginn.  Ji minn eini, það var ekki auðvelt að halda þessum mikla hlátri í skefjum.  Ég mátti hafa mig alla við.

Ég er ekki frá því að mikið hláturskast í hljóði lítur út fyrir að vera eins og einstaklingurinn sé að hágrenja, svo miklar eru gretturnar sem fylgja með.  Þannig sá ég þetta fyrir mér eftir fjörið.

Enn þetta var sko alvöru hláturskast.  Ég elska þau.  Sérstaklega þegar ég má hlæja upphátt!

Þessi var tekin rétt áður en ég fór inn í vél í Boston, sæl og glöð með sumarfríið í Texas.  

SAM_5520

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

    • Svona eins og hláturskastið okkar yfir innpökkunaratriðinu í Love Actually 😂😂

    Sveina (IP-tala skráð) 1.7.2015 kl. 11:50

    2 Smámynd: Lára Harðardóttir

    Einmitt - það mun gleymast seint það hláturskast.  Mjög seint!

    Lára Harðardóttir, 6.7.2015 kl. 01:26

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband