Í ameríku er gott að vera.

 

Ég ætlaði nú að vera búin að segja ykkur aðeins frá Galveston Island sem er 48.000 manna borg yfir vetratímann.  Já, nefnilega bara yfir vetratímann en á sumrin tvöfaldast, jafnvel þrefaldast fjöldinn vegna þess að Galveston er mikill ferðamannastaður.  Þar sem Houston er ekki nema klukkutíma frá þá koma flestir þaðan yfir á eyjuna til að njóta hafsins og strandarinnar.  Þar fyrir utan er stór hluti húsana sem eru við sjóinn og nálægt eingöngu notuð sem sumarhús.  T.d gatan sem vinapar mitt býr við eru flest húsin notuð sem sumarhús svo gatan þeirra er ein sú rólegasta.  Einnig er sumarhúsabyggðin í úthverfi af Galveston sem heitir Jamaica Beach en það tekur 10-15 mínútur að keyra inn í borgina.

Það er draumur í dós að eiga hús í sjálfri paradísinni en það er hús við vatnið.  Allir sem eiga hús þar eiga líka bát.  Flest húsanna eru frekar stór en þó leynast lítil inn á milli.  En gefur að skilja þá kosta húsin við vatnið mikla peninga, getur munað allavega 30 milljónum íslenskra króna á húsunum sem eru ekki við vatnið. 

SAM_5253SAM_5252

 

 

 

 

 

 

 

 

Eitt það besta við sumarfríið mitt hérna úti er að ég er alveg laus við allt stress, fylgist varla með tímanum enda ekki með símann minn við hliðina á mér 24/7.  Ég hefði nú gjarnan viljað geta sent eitt og eitt snap til vina minna en netið vill ekki virka í símanum.  Svo ég nota símann eingöngu til að segja mér hvað tímanum líður þegar ég byrja að rumska undir morguninn.  Ég þarf heldur ekki að vita hvað tímanum líður því ég er í fríi, þegar sólin sest og myrkrið skellur á þá er klukkan orðin 20.  Svo mikið veit ég!  Ég veit líka að tíminn líður hratt.  Sem þýðir líka bara eitt, það er skemmtilegt hérna kiss

Eftir nokkra tíma slökun í 35 stiga hita í gærdag þá ákvað ég að bjóða hjónunum út að borða, skelltum okkur á ítalskan pizzastað sem heitir Russo´s New York Pizzeria. Hjónin keyptu sér uppáhalds pizzuna sína en ég valdi mér alveg sjálf af matseðlinum. Hugsa sér að kona langt komin á fertugsaldurinn geti gert það.  HeHeHe.  Eins og mörg ykkar vita þá er enskan mín ekki upp á marga fiska.  Skil hana samt sem áður merkilega vel, les hana sæmilega en tala hana helst ekki. 

En já ég las hratt yfir matseðilinn, fann eina pizzu sem mér leist ágætlega á.  Pantaði hana án þess að spyrja kóng né prest, nú eða BegguChris hennar Beggu hafði einmitt orð á því við hana eftir að við vorum byrjuð að borða að hún hefði nú átt að hjálpa mér, lesa yfir matseðilinn svo ég færi nú ekki að panta neina vitleysu.  En við Begga hlógum nú smá án þess að hann heyrði til því það var ég sem pantaði án þess að biðja um aðstoð.  Sökin er jú mín að hafa ekki spurt Beggu en ég át hálfa pizzuna.  Það sem var ekkert sérstalega gott við þessa ákveðna pizzu var akkúrat þetta álegg „Italian sausage“.  Meira segja Chris var ekki spenntur fyrir því, sjálfur ameríkaninn. Jæja, man þetta næst.

Þau buðu mér svo uppá dessert en við tókum með heim stóra sneið af súkkulaðiköku x2.  Sneiðin per se er ekki stærri en á Íslandi en sjálf kakan er næstum því tvöfalt hærri svo sneiðin er mun stærri fyrir vikið en við eigum að venjast á Íslandi.  Ég er ekki enn búin með mína sneið!  Ég er líka búin að kynnast því að þegar farið er á veitingastaði þá færðu stærðarinnar gosglas (ef þú biður ekki um small) og mátt drekka eins og þú vilt.  Í dag þegar við fórum og fengum okkur hádegismat þá fékk ég risa kókglas, líklegast 700-1000ml.  Erfitt að segja en stórt var það.  Og nei, ég fékk mér ekki aðra áfyllingu!

Planið á morgun er að fara versla í Target og Marshalls þar sem ég nennti því ómögulega í dag.  Það tekur nefnilega merkilega mikið á að vera lengi úti undir heitri sólinni + ég brann aðeins á öxlunum svo ég var ekki í stuði að fara máta föt með aumar axlir.  En á morgun förum við.  Á leiðinni heim ætlum við að dekra aðeins við okkur og skella okkur í fótsnyrtingu sem ég hef einu sinni áður prófað en það var í Amsterdam.

 

SAM_5245

 

 

 

 

 




 

P.s 

Upp úr miðnætti á morgun er vika síðan ég kom út.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku Lára

Það heyrist langar leiðir að þú ert að njóta þín og það er yndislegt, þú átt það svo skilið. Hlakka til að lesa meira, þú ert svo góður penni og maður lifir sig inn í frásagnir þínar.

Bestu kveðjur frá Íslandi <3

vala

Vala Hrönn Bjarkadóttir (IP-tala skráð) 9.6.2015 kl. 07:28

2 identicon

Frábært að fá að fylgjast með þér í útlandinu elsku frænka, haltu áfram að njóta lífsins átt það svo sannarlega skilið :-)  Knús hin.

Hin (IP-tala skráð) 9.6.2015 kl. 08:48

3 identicon

Þetta hljómar vel..sj+alfur væri ég til í að komast í matinn þarna á veitingahúsunum.

pabbi (IP-tala skráð) 10.6.2015 kl. 15:32

4 Smámynd: Lára Harðardóttir

Bíddu bara pabbi, við eigum eftir að fara út að borða og fá okkur alvöru nautasteik.  Ekki nóg með það heldur fæ ég BBQ og svo aftur nautasteik með mjög stuttu millibili í næstu viku heima hjá tengdaforeldrum Beggu.

Mín er ánægjan að segja ykkur hinum frá stelpur :)

Lára Harðardóttir, 10.6.2015 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband