Tilkynning

 

Ég er ekki hætt að blogga en ég er hætt hérna inni!

Vertu velkomin/nn í heimsókn á www.larah.123.is 


Ævintýrinu er lokið - þ.a.e.s í Texas.

Ferðalagið heim frá ameríku gekk vel.  Engin alvarleg seinkun.  Töskurnar tvær glötuðust ekki né þurfti ég að borga yfirvigt. Hjúkk it! Stærri taskan rétt slapp undir tuttuguogþrjú kílóin sem má hafa og sú minni var nú ekki nema rúm ellefu kíló.  Þetta segir okkur bara eitt, ég verslaði ekki nein ósköp – ha!

Nennti ekki að halda mér vakandi í fyrsta fluginu sem var á milli Houston og Atlanta svo ég svaf bara vært, já eða þangað til flugfreyjan vakti mig því hún var að bjóða upp á snakk og gos.  En það var svo sem ágætt þar sem flugið tók ekki nema rúman einn og hálfan klukkutíma.  Sem betur fer þá þurfti ég ekki að hanga lengi í Atlanta þar sem flug númer tvö fór fljótlega í loftið eftir að ég lenti. 

Flugið á milli Atlanta og Boston var aðeins lengra, tók tvo og hálfan klukkutíma.  Ég svaf nú eitthvað minna í því flugi. Það er barasta lítið annað hægt að gera en að sofa þegar maður ferðast einn og er ekki tæknivæddur á meðan fluginu stendur.

Svo lenti ég á Boston flugvelli sem ég þurfti að hanga á í nokkra klukkutíma.  Var nú að vonast að hann væri skemmtilegur og hefði góða matsölustaði sem hann var einmitt ekki.  Hann er miklu skemmtilegri þeim megin sem innanlandsflugið er. Sko miklu!  En já, þarna þurfti ég að gjöra svo vel að hanga í fjóra klukkutíma.  Þar sem síðasta flugið fór í loftið að nálgast hálf tíu þá var ég fullviss um að ég gæti sofið þetta flug af mér svona þar sem þetta var fimm stunda næturflug. En svo var aldeilis ekki.  Ég dottaði ekki einu sinni heldur hélt Friends mér uppi stuðinu sem og Ástríður allan tímann.  Þeir hjá Icelandair höfðu til sýnis þó nokkra Friends þætti úr nokkrum seríum en ég horfði á þá alla.  Þar sem ég sat alveg aftast í sæti 33F (sama sæti og á leiðinni út) með engan mér við hlið með svefngalsa og líka með þetta rosalega hláturskast yfir Friends þá mátti ég samt gjöra svo vel að halda hlátrinum inni. Því ekki vildi ég vekja ungabarnið sem svaf svo vært í kjöltu frönsku móður sinnar sem sat við ganginn.  Ji minn eini, það var ekki auðvelt að halda þessum mikla hlátri í skefjum.  Ég mátti hafa mig alla við.

Ég er ekki frá því að mikið hláturskast í hljóði lítur út fyrir að vera eins og einstaklingurinn sé að hágrenja, svo miklar eru gretturnar sem fylgja með.  Þannig sá ég þetta fyrir mér eftir fjörið.

Enn þetta var sko alvöru hláturskast.  Ég elska þau.  Sérstaklega þegar ég má hlæja upphátt!

Þessi var tekin rétt áður en ég fór inn í vél í Boston, sæl og glöð með sumarfríið í Texas.  

SAM_5520

 

 

 


Texas ævintýrinu er senn á enda.

Við fengum leiðinlegt veður í byrjun vikunnar.  Fengum 3 daga sem ýmist rigndi látlaust eða í nokkrum skömmtum.  En við Begga létum það samt sem áður ekki stoppa okkur.  Við náðum að skella okkur í Baybrook Mall á mánudaginn áður en leiðinda veðrið skall á.  Ég átti bara eftir að finna á mig gallabuxur og þegar þær loksins fundust þá vildi ég ólm komast í burtu enda búin með verslunarkvótann.  Við skelltum okkur svo á The Cheesecake Factory sem var beint á móti mollinu en ég var að prófa hann í fyrsta skipti.  Ég hafði nokkrum sinnum heyrt veitingastaðinn nefndan á Íslandi en hafði enga hugmynd um hverskonar veitingastaður þetta væri.  Það lá við að það opnaðist nýr heimur þegar ég gekk þangað inn.  Ég var enga stund að ákveða aðalréttinn en aftur á móti þegar kom að því að velja ostaköku í dessert þá vandaðist málið, ég hef barasta aldrei séð svona langan dessert-lista á einum matseðli áður.  En ég fór hin ánægðasta þaðan út með mjög svo fullan maga af mat.

Á þriðjudeginum var heljarinnar rigning en við vinkonurnar skelltum okkur í bíó.  Sáum Jurassic World klukkan 15:15.  Ótrúlegt en satt þá er dýrara að versla í bíósjoppunni  hér en heima.  En þó er sjálfur bíómiðinn ódýrari.  Fyrir 18 á daginn kostar $6 og $8 eftir það.  T.d bara lítið gos kostar $4.5 sem samkvæmt isb.is er 592 kr.  En fyrir okkur Beggu keypti ég tilboð sem innihélt 2x stórt gos + 1x stór popp og fékk ég 10% afslátt en borgaði samt sem áður $16 sem eru rúmar 2100 krónur. 

Tengdaforeldrar Beggu buðu okkur svo í grill um kvöldið, ég gerði þau mistök að taka ekki með mér myndavél í það skipti þar sem ég hefði gjarnan viljað sýna ykkur stærðina á nautasteikinni sem ég fékk og át með bestu lyst. Þetta var alvöru stærð á alvöru nautasteik!

Daginn eftir eða á miðvikudeginum 17.júní hélt áfram að rigna eitthvað.  Við vinkonurnar fórum aðeins að útrétta og á heimsleiðinni komum við í PattyCakes sem er lítið bakarí í miðju íbúahverfi sem selja alvöru CupCakes.  Ó mæ lord – hvað þær voru góðar.  Reyndar keypti ég tvær öðruvísi kökur fyrir utan sjálfa bollakökurnar.  Þessar öðruvísi voru OF góðar.  Bollakökurnar voru mjög góðar en hinar tvær slógu út öll met. 

Dagskráin hélt áfram næsta dag en þá var rigningin formlega hætt í Galveston en við skelltum okkur á góðan hamborgarastað downtown.  Staður þar sem ég pantaði og borgaði, svo þegar ég fékk hamborgarann í hendurnar þá setti ég sjálf sósu og grænmeti á.  En þar sem við vorum komin downtown þá röltuðum við um miðbæinn, skoðuðum okkur um í nokkrum túristabúðum þar sem ég nældi mér í fáeinar litlar gjafir. 

Houston var það heillin á föstudaginn.  Skelltum okkur í dýragarðinn, vorum komin snemma eða upp úr klukkan 10:00.  Það var heiðskírt og heitt þennan daginn.  Það var svo heitt og mollulegt að það gjörsamlega lak af okkur svitinn, við hefðum betur átt að taka auka bol með okkur en á mér allavega var ekki þurr blettur.  Eftir tveggja tíma rölt um dýragarðinn þá fórum við á indverskan veitingastað í einu af betri hverfum Houston.  Það var alveg inni í planinu að rölta aðeins um en þar sem það byrjaði allt í einu að hellirigna þá slaufuðum við því. Við rétt komust inn í bílinn áður en seinni demban byrjaði. Ég fékk góða innsýn inn í sjúkrahús-hverfið en við keyrðum í gegnum það á leið okkar út úr Houston.  Þetta er ekki eins og Grey Sloan Memorial Hospital sem er eitt sjúkrahús með trilljón deildum kissheldur virðist vera eitt sjúkrahús fyrir hverja deild frekar.  Ekkert smá mörg sjúkrahús líka.

Í gær, laugardag fórum við á ströndina í annað sinn.  Þar náði ég mér í ennþá meiri brúnku, brenndist aðeins.  Í dag sunnudag fórum við í Walmart að versla, ég þurfti að kaupa mér auka töksu svo ég kæmi nú örugglega öllu dótinu mínu heim og er ég búin að pakka niður.

Á morgun er allra síðasti dagurinn minn hérna í Galveston Tx.  Því það er brottför eldsnemma á þriðjudagsmorgun.  Planið á morgun er að fara út að borða á alvöru Texas-steikhús. Ég ætla ekki að gleyma myndavélinni svo mikið er víst. 

Góðar stundir, þangað til næst.

 

 


DraumaPrinsinn fannst í Texas.

Richard, Richard, Richard ...I want you.  I want you.  I want you.  Oh baby, Oh baby.  Já, það er ekki furða að ég vilji hitta Richard aftur.  Við Begga skelltum okkur á rólegt pöbbarölt á föstudagskvöldið. Fyrst settumst við inn á Crows þar sem við hlustuðum á reggae tónlist með Corona í hönd.  Mjög skemmtilegur og öðruvísi staður.  Svo héldum við för okkar áfram en á leiðinni á næsta stað hitti ég Richard sem er einn sá fallegasti karlmaður sem ég hef augum litið á. WOW. Við mættum honum og vini hans en þá voru þeir að leggja bílnum sínum en við vorum þá að ganga framhjá og þeir heilsa okkur með „Howdy“ (How do you do?) sem er alvöru Texas-kveðja.  Við heilsuðum þeim á móti og við tók þá smá spjall en ameríkanar eru kurteisir.  Kurteisari en við Íslendingar.  Þeir mega eiga það.  En Richard bræddi mig ekki bara með fegurðinni heldur heilsaði hann mér með handabandi þegar hann kynnti sig og endurtók svo nafnið mitt líka svona fallega þegar ég svaraði honum í sömu mynt.  Vinur hans var líka mjög kurteis, við heilsuðumst og hann hrósaði mér fyrir hvað ég tók vel og fast í höndina á honum tongue-out

Oh Richard, Oh Richard .... where are you?

En já, för okkar hélt áfram.  Fundum annan stað sem ég man ekki hvað heitir en við fengum okkur einn dísætan drykk og hlustuðum líka á live músík þar.  Þriðji og jafnframt síðasti skemmtistaðurinn þetta kvöldið var hvorki meira né minna en BuckShot Saloon en þar fékk kántrýstemminguna beint í æð en ég hef alltaf haft áhuga á henni.  Ef ég byggi ekki á Íslandi þá byggi ég í Nashville, Tennessee en þar er víst ennþá kántrý-menning. Ég er mjög skotin í kúrekastígvélum (bara svo það komi fram líka).  En já, við skelltum okkur þangað inn.  Settumst niður með annan Corona í hönd og biðum spenntar eftir línudansi sem ég hef einmitt líka lengi langað að læra.  Við þurftum ekki að bíða lengi eftir honum.  Fólkið sem hélt uppi stuðinu á dansgólfinu voru flest á milli 20-35 ára.  Áður en dansgólfið fylltist þá var ég búin að koma auga á annan fallegan mann (þó ekki eins fallegan og Richard)Beggu fannst ég ætti bara að drekka í mig kjark og bjóða honum upp í dans sem ég var fljót að þagga niður.  Þorði því jú ekki fyrir mitt litla líf. En í staðinn þá naut ég þess bara að horfa á hann.  Hann var bara einn á ferð.  En hann var greinilega mikill herramaður því þegar línudansinum lauk þá bauð hann konu eftir konu upp í dans. En eins og ég sagði áðan þá mega ameríkanar eiga það að þeir eru mjög kurteisir.  Miðað við næturlífið á Íslandi þá er ekki algengt að íslenskir strákar heilsi kvennfólki úti á götu, kynni sig og spjalli nema þá vilja eitthvað í staðinn.  Nú eða bjóða dömu upp, einungis til að hafa gaman án þess að reyna við hana.  En hér er dansað allt öðruvísi en heima, allavegana á kántrýbarnum.  Tveir og tveir saman, aðallega kona og karl en í versta falli kona og kona.  Þess vegna segi ég að hann var herralegur þessi sæti þar sem hann bauð konu eftir konu sem hafði ekki dansherra enda var hann sjálfur einsamall.  Ég gat ekki annað en séð að allir skemmtu sér vel. 

Á laugardagskvöldið hélt bruggverksmiðja hérna í bænum uppá 1árs afmæli en við vorum 5 sem skelltum okkur saman, fengum okkur að sjálfsögðu bjór, en ekki hvað.  Ágætur bjór svo sem.  En já, buðum íslensku pari með okkur þar sem þau eru í heimsókn hjá tengdaforeldrum Beggu

Í dag áttum við góðan sólríkan dag við sundlaugina þar sem ég náði kannski í allra síðasta sinn að sóla mig.  En samkvæmt veðurspánni þá ætti að rigna alla næstu viku.  Við skulum samt taka veðurspánni með fyrirvara þar sem þær standast nú ekki alltaf 100%.  En samt sem áður hafa veðurfræðingar verið að vara fólk við miklu rigningaveðri en Galveston er jú á fellibylasvæði.

En ég get ekki kvartað þar sem ég er búin að fá mjög góða daga – alveg þangað til í gær þá hefur hitinn verið frá 30-35 stig.  Sól alla daga.  Ég er orðin svakaleg pæja þar sem ég er orðin svo brún.  Langar helst ekki heim vegna þess að mig langar að vera svona brún áfram en liturinn verður örugglega fljótur að fara af mér.  Grátur!

Ekki á morgun heldur hinn eru vikurnar orðnar tvær síðan ég kom út.  Bara ein eftir.  Sakna einskis heima. 

 


Ljósku Moment!

Ooooh, ég er með svo mikla fullkomunaráráttu þegar kemur að útliti bloggsins að það nær engri átt.  Ég neyddist til að breyta um þema á blogginu vegna þess að myndaalbúmið sem ég hef verið að safna í hérna úti virtist ekki birtast á hinu.  Það er hægt að velja um þó nokkur þemu sem mörg þeirra eru síður en svo falleg  með mismunandi valmöguleikum.  Svo loksins þegar ég finn fallegt þema þá eru ekki allir þeir valmöguleikar sem ég hefði kosið fyrir bloggið mitt til.  Það pirrar mig því ég vil að bloggið mitt líti vel út í mínum eigin augum.

Þar sem ég held líka úti handavinnu-bloggi sem og sölusíðu fyrir saumastofuna mína á sömu síðu þá er spurning hvort ég færi ekki bara þetta blogg þangað líka, þar er ég ánægð.  Ég mun allavegana færa mig eitthvert annað á næstu vikum því mér leiðist að nota allt sem viðkemur blog.is 

Ég er nú stundum ekki í lagi, ég meina, ég er með tvö blogg í gangi.  Eitt handavinnu- og svo þetta blogg sem ég hef jú einungis verið að vinna í eftir að ég kom út.  Fyrir nokkrum dögum lenti ég í erfiðleikum með að setja inn myndir svo ég sendi fyrirspurn á þann sem sér um vefinn.  Fyrirspurninni var svarað innan skamms og problemið lagað.  Tveimur dögum seinna kom upp annað vandamál svo ég sendi aðra fyrirspurn, hef reyndar ekki fengið svar tilbaka sem er hið besta mál.  Af hverju?  Jú, vegna þess að vandamálið er jú ekki þeirra að leysa, s.s hjá 123.is en þar er ég með hitt bloggið mitt.  Ég er s.s búin að vera senda fyrirspurn á 123.is sem blog.is ætti að svara.  Kommon Lára!  Í eitt skiptið þegar ég var að vandræðast með að setja inn myndir og þær vildu aldrei tolla inni þá fattaði ég það á endanum að ég var bara búin með kvótann.  Ég meina það! Spurning hvort hitinn rugli mig svona í kollinum tongue-out

En eins og ég segi þá verður þetta þema á blogginu næstu daga svo þið getið skoðað myndirnar frá Galveston Tx.  Bæti svo við í myndaalbúmið reglulega. 

Over and out (í bili).

 


Í ameríku er gott að vera.

 

Ég ætlaði nú að vera búin að segja ykkur aðeins frá Galveston Island sem er 48.000 manna borg yfir vetratímann.  Já, nefnilega bara yfir vetratímann en á sumrin tvöfaldast, jafnvel þrefaldast fjöldinn vegna þess að Galveston er mikill ferðamannastaður.  Þar sem Houston er ekki nema klukkutíma frá þá koma flestir þaðan yfir á eyjuna til að njóta hafsins og strandarinnar.  Þar fyrir utan er stór hluti húsana sem eru við sjóinn og nálægt eingöngu notuð sem sumarhús.  T.d gatan sem vinapar mitt býr við eru flest húsin notuð sem sumarhús svo gatan þeirra er ein sú rólegasta.  Einnig er sumarhúsabyggðin í úthverfi af Galveston sem heitir Jamaica Beach en það tekur 10-15 mínútur að keyra inn í borgina.

Það er draumur í dós að eiga hús í sjálfri paradísinni en það er hús við vatnið.  Allir sem eiga hús þar eiga líka bát.  Flest húsanna eru frekar stór en þó leynast lítil inn á milli.  En gefur að skilja þá kosta húsin við vatnið mikla peninga, getur munað allavega 30 milljónum íslenskra króna á húsunum sem eru ekki við vatnið. 

SAM_5253SAM_5252

 

 

 

 

 

 

 

 

Eitt það besta við sumarfríið mitt hérna úti er að ég er alveg laus við allt stress, fylgist varla með tímanum enda ekki með símann minn við hliðina á mér 24/7.  Ég hefði nú gjarnan viljað geta sent eitt og eitt snap til vina minna en netið vill ekki virka í símanum.  Svo ég nota símann eingöngu til að segja mér hvað tímanum líður þegar ég byrja að rumska undir morguninn.  Ég þarf heldur ekki að vita hvað tímanum líður því ég er í fríi, þegar sólin sest og myrkrið skellur á þá er klukkan orðin 20.  Svo mikið veit ég!  Ég veit líka að tíminn líður hratt.  Sem þýðir líka bara eitt, það er skemmtilegt hérna kiss

Eftir nokkra tíma slökun í 35 stiga hita í gærdag þá ákvað ég að bjóða hjónunum út að borða, skelltum okkur á ítalskan pizzastað sem heitir Russo´s New York Pizzeria. Hjónin keyptu sér uppáhalds pizzuna sína en ég valdi mér alveg sjálf af matseðlinum. Hugsa sér að kona langt komin á fertugsaldurinn geti gert það.  HeHeHe.  Eins og mörg ykkar vita þá er enskan mín ekki upp á marga fiska.  Skil hana samt sem áður merkilega vel, les hana sæmilega en tala hana helst ekki. 

En já ég las hratt yfir matseðilinn, fann eina pizzu sem mér leist ágætlega á.  Pantaði hana án þess að spyrja kóng né prest, nú eða BegguChris hennar Beggu hafði einmitt orð á því við hana eftir að við vorum byrjuð að borða að hún hefði nú átt að hjálpa mér, lesa yfir matseðilinn svo ég færi nú ekki að panta neina vitleysu.  En við Begga hlógum nú smá án þess að hann heyrði til því það var ég sem pantaði án þess að biðja um aðstoð.  Sökin er jú mín að hafa ekki spurt Beggu en ég át hálfa pizzuna.  Það sem var ekkert sérstalega gott við þessa ákveðna pizzu var akkúrat þetta álegg „Italian sausage“.  Meira segja Chris var ekki spenntur fyrir því, sjálfur ameríkaninn. Jæja, man þetta næst.

Þau buðu mér svo uppá dessert en við tókum með heim stóra sneið af súkkulaðiköku x2.  Sneiðin per se er ekki stærri en á Íslandi en sjálf kakan er næstum því tvöfalt hærri svo sneiðin er mun stærri fyrir vikið en við eigum að venjast á Íslandi.  Ég er ekki enn búin með mína sneið!  Ég er líka búin að kynnast því að þegar farið er á veitingastaði þá færðu stærðarinnar gosglas (ef þú biður ekki um small) og mátt drekka eins og þú vilt.  Í dag þegar við fórum og fengum okkur hádegismat þá fékk ég risa kókglas, líklegast 700-1000ml.  Erfitt að segja en stórt var það.  Og nei, ég fékk mér ekki aðra áfyllingu!

Planið á morgun er að fara versla í Target og Marshalls þar sem ég nennti því ómögulega í dag.  Það tekur nefnilega merkilega mikið á að vera lengi úti undir heitri sólinni + ég brann aðeins á öxlunum svo ég var ekki í stuði að fara máta föt með aumar axlir.  En á morgun förum við.  Á leiðinni heim ætlum við að dekra aðeins við okkur og skella okkur í fótsnyrtingu sem ég hef einu sinni áður prófað en það var í Amsterdam.

 

SAM_5245

 

 

 

 

 




 

P.s 

Upp úr miðnætti á morgun er vika síðan ég kom út.


Paradise.

Eins og ég sagði í fyrri færslu þá þurftum við að hanga heima og bíða eftir ferðatöskunni minni sem átti fyrst að koma um miðjan dag en endaði á að koma upp úr miðnætti, takk fyrir pent!  Það var ekki bara ég sem varð ánægð þegar taskan kom loksins heldur líka Begga þar sem ég var með uppáhalds matinn hennar sem og sælgæti sem móðir hennar sendi henni. 

Þegar fimmtudagurinn rann upp brunuðum við í Walmart þar sem ég tók klukkutíma skoðunarferð ein míns liðs enda algjör óþarfi að Begga elti mig um alla verslun og ég ein að versla.  En ég verslaði aðallega bara nauðsynjar eins og t.d daglegar snyrtivörur og hlýraboli.  Svo fórum við saman vinkonurnar í aðra verslun, íþróttaverslun þar sem ég keypti aðrar nauðsynjar til að lifa af í hitanum.  Gerðum tilraun til að finna á mig sundfatnað en fundum ekkert í íþróttaversluninni né annarri verslun sem við kíktum í á eftir.

Eftir mína fyrstu verslunarferð skelltum við okkur Begga á grískan veitingastað þar sem við fengum okkur pítu að þeirra hætti og skoluðum henni niður með Corona.

Ég er að segja ykkur það að Galveston er mjög fallegur bær.  Þar sem bærinn er við sjóinn og er á svæði þar sem fellibylir geta gerst þá eru öll húsin sem eru næst sjónum á annarri hæð.  Þið fattið hvað ég meina ef þið skoðið húsin í myndaalbúminu, þau eru byggð svona til varnar ef fellibylur skellur á. 

Í dag fengum við afnot af húsi tengdaforeldra Beggu í dag sem er hérna rétt hjá en það er í söluferli en húsið er við vatnið og allir þeir sem eiga hús þar eiga líka bát.  Einnig er þar að finna sundlaug en það er næstum því nauðsynlegt að hafa eina slíka þegar sumar er.  Við eyddum deginum þar, á meðan hjónakornin sóluðu sig mest megnis í sundlauginni þá sat ég í meiri skugga að sauma út þar sem það dugði mér alveg að sitja í heilan klukkutíma í sólbaði.  Leyfði nú sólinni að sleikja mig aðeins lengur þó ég sat og saumaði út en endaði á því að færa mig alveg í skuggann. 

Seinni partinn áður en við fórum heim þá skelltum við okkur í bátsferð.  Ég er svo hrifin af húsunum hérna að ég á ekki til orð.  Myndavélin varð batteríslaus akkúrat þegar bátsferðin hófst en ég á eftir að fara í fleiri bátsferðir svo ég næ að taka myndir af paradísinni. 

I´m in love with this paradise!


Keflavík - Boston - Baltimore - Houston - Galveston.

Ég er ekki frá því að mér leið eins og ég væri komin strax til útlanda þegar ég mætti í Leifstöð í gærmorgun, korter yfir átta.  Búið að breyta svo miklu síðan ég fór seinast erlendis en það var í desmber 2011. Síðast þegar ég flaug þá var ekki í boði að horfa á kvikmyndir á sér skjá heldur horfðu flestir á sama skjáinn svo mér fannst það góð nýjung í gærmorgun að geta valið um kvikmynd og horft á hana einsömul.  Nema hvað ég gafst upp eftir rúman klukkutíma því ég steinsofnaði enda líka með þennan fína ferðapúða sem tekur hálfan bakpokan.  Svo rumskaði ég og kláraði að horfa á „Man on Fire“.  Sofnaði líklega aftur því þessir 5:30 tímar liðu rosalega hratt. Ég tók því extra rólega þegar vélin nam staðar við hliðið enda lá mér ekkert á þar sem það voru 4 tímar í næsta flug og þar fyrir utan þá sat ég næst aftast og komst ekki lönd né strönd.  Þegar ég loksins gekk út úr vélinni þá voru allir horfnir, í pínu stund leið mér eins og Palla þegar hann var einn í heiminum. 

En tölum núna aðeins um CBP, það er ekki nóg með að þeir biðji mann um að fylla út ESTA spurningalistann heldur þurfti ég að fylla út CUSTOMS DECLARATION í flugvélinni sem ég afhenti svo CBP en í millitíðinni fyllti ég út nákvæmlega það sama og ég gerði í vélinni nema þá svaraði ég því á snertiskjá sem einnig skannaði fingur og svo var tekin mynd af mér.  Þá var komið að því sem margir vöruðu mig við þegar ég nefndi að ég væri á leiðinni til TexasVertu viðbúin útlendingaeftirlitinu!.  Ég var orðin svo tilbúin að ég var búin að ímynda mér nánast allt það versta sem gæti gerst akkúrat þegar það kæmi að mér.  En að sjálfsögðu gerðist ekki baun þar sem ég var sultu slök eins og sjálft útlendingaeftirlitið var því það var ekki nema einn að störfum ESTA megin þegar vél Icelandair lenti.  Ferlið tók einn klukkutíma.  Þó þurfti ég einungis einu sinni að fegra sannleikann en ég var spurð hvar ég ynni og svaraði ég því með að segja „Post Office“.

Þá var að koma sér yfir í innanlandsflugið, ég hefði betur átt að kveikja á Endomondo og mæla þessa vegalengd.  Jiminn eini.  Ekki það að ég hafði svo sem nógan tíma, 3 tímar í næsta flug.  Ég gekk í mestum makindum, svitnaði heilan helling en sem betur fer var rigning úti sem kom í veg fyrir að ég dó úr hita og svita.  Ég hefði getað notað færiböndin svona til að létta undir en ég nennti því bara ekki.  Sá litla hjálp í því.  Þetta var líka hin fínasta hreyfing og verðlaunaði mig með mínum fyrsta Donkin´Donuts.  Aðrir hefðu fengið sér bjór tongue-out

En til að gera langa sögu stutta þá gekk ferðalagið í heild sinni vel, tíminn leið sem betur fer ótrúlega hratt þó ég þurfti mikið að bíða án þess að geta gleymt mér á netinu í símanum.  Einhverra hluta vegna gat ég og get ekki tengst netinu í símanum og mun þar af leiðandi ekki senda nein snöp til ykkar elsku vinir.  En ég gekk þá bara aðeins um, fékk mér að borða og fylgdist með fólkinu.

Það slökknaði þó aðeins á skemmtuninni þegar ég lenti í Baltimore en ég lenti þar klukkutíma of seint vegna seinkunnar í Boston.  Þar sem ég átti ekki nema hálftíma í næsta flug þá þurfti ég að gefa í þar sem ég þurfti jú að koma mér alveg hinum megin í næstu byggingu.  Og mér til mikillar skemmtunar þá beið mín tilkynning um að flugið til Houston myndi seinka um 3 tíma.  Við tók þá biðin endalausa þar sem ég var orðin frekar þreytt og hafði lítið fyrir stafni.  Ekki gátu þeir ákveðið hvaða hlið þeir vildu hafa okkur svo við þurftum tvisvar sinnum að hendast á milli hliða sem voru eins langt í burtu og hægt er.  Þessari skemmtun lauk þó ekki þó við komumst í loftið að verða 23 því þegar ég lenti 3 klukkustundum seinna í Houston þá var enga ferðatösku að finna.  Oooooh!  En við því var nú lítið hægt að gera og lofaði afgreiðslustúlkan mér að ég fengi töskuna upp að dyrum eins fljótt og hægt var.  Viti menn, Houston hafði samband í morgun og tilkynnti okkur að ferðataskan myndi koma til okkar milli 11-15 sem stóð ekki þar sem við vinkonurnar erum ennþá að bíða.  En hún hlýtur að fara koma.  

Planið var að fara í Walmart strax og ferðataskan kæmi svona til að versla það nauðsynlegasta fyrir þrjátíu stiga hita en við frestum því þangað til í fyrramálið. 

Læt þetta duga í bili.  Heyrumst.

 

 


Allt að ske ;)

Í dag er dagurinn sem ég útskrifast af VINNUBRAUT.  Í tilefni af því þá bakaði ég brownies í gærkvöldi fyrir vini mína í Janus.  En ekki hvað!  Ég er samt sem áður ekki endanlega hætt í Janus þar sem ég byrja á einstaklingsbraut þegar ég kem heim frá ameríku, verð með annan fótinn í Janus þangað til ég fæ starf. 

Í dag er líka dagurinn sem einkaþjálfuninni í boxi lýkur formlega en undanfarna tvo mánuði hef ég verið í þjálfun hjá Vilhjálmi í Hnefaleikastöðinni.  Búin að eiga góðan tíma þar.  Mjóg góðan!  En ég mun snúa aftur í júlí en þá ætla ég að skella mér í tíma sem heita "Byrjendabox" en þeir eru kenndir alla virka daga klukkan 17:30. 

Annars er Texas ferðin mín að skella á, ekki nema 4 dagar í dag.  Ég er komin á það stig að það er að renna upp fyrir mér að ég er í alvörunni að fara út.  En einhverra hluta vegna hef ég hingað til fundist það vera óraunverulegt að ég sé á leiðinni þangað, var spennt en samt ótrúlega róleg, svona eins og ég tryði því ekki að drauma ferðalagið mitt sé að rætast. Samt hef ég undanfarnar vikur horft á ferðatöskuna mína, vegabréfið og flugmiðana.  Fór meira segja í bankann í síðustu viku og náði mér í dollara. 

En já, hjartað er byrjað að slá örar og fólkið í kringum mig hefur verið að minna mig á að ég er bráðum að leggja í ´ann.  Þá hlýt ég að vera fara!

En ég er búin að lofa sjálfri mér því að ég ætla vera dugleg að blogga úti, leyfa ykkur að upplifa lífið í Galveston TX með mér, sýna ykkur jafnvel einhverjar myndir líka. 

Langar ykkur það annars ekki?


Ekki nema .......

SWO-222-coutndownclock_620x350-12  dagar í brottför.

Annars er ég með ritstíflu.

Blogga seinna.

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband