Góða helgi & skjáumst á mánudaginn.


bbc5253b9f1d8b44d1461f60c08d5955


Fyrsta æfingin.

Konan sem vippaði sér inn á Hnefaleikastöðina á Viðarhöfða í gær létt á fæti, skundaði upp tröppurnar mjög spennt fyrir komandi átökum næsta klukkutímann.

Tíminn byrjaði á upphitun með sippi í 3 mínútur, pásu í 1 mínútu og svo koll af kolli í dágóða stund. Það var svo sem ekkert mál að sippa en þessar þrjár mínútur virtust aldrei ætla líða, mikið lifandi ósköp.  Heil eilífð!

En allt tekur jú enda – þá var komið að því að fá vafninguna utan um hendurnar sem notaðir eru undir sjálfa boxhanskana.  Áður en ég byrjaði að boxa í púða þá æfði ég ákveðinn fótaburð og árasastöðu fyrir framan spegilinn.  Vinstri, hægri, vinstri, hægri, vinstri ...... þið skiljið þetta wink

Mig minnir að ég hafi skipst á að boxa til skiptist í púða og fókuspúða í stutta stund áður en blessuðu hnébeygjurnar bættust í hópinn.  Þá hófst alvaran fyrir fullt og allt hérna megin. 1 mínúta fókuspúði, 1 mínúta púði, 1 mínúta hnébeygjur (settist niður og stóð upp) og 1 mínúta pása.  Aftur og aftur.

Ég dó næstum því úr hnébeygjum!

Svo lauk bara tímanum allt í einu.  Klukkutími liðinn.  Sá var fljótur að líða!

Konan sem gekk út eftir æfingu var síður en svo ennþá létt á fæti.  Hún fann varla fyrir fótleggjunum svo hún gekk mjög hægum skrefum niður tröppurnar og út í bíl þar sem hún sat í smástund áður en hún ók heim á leið. 

Í morgun vaknaði ég svo með harðsperrur sem hafa farið versnandi eftir því sem deginum líður, þær eru meira og minna bara í kálfum og lærum.  Eins og staðan er núna þá er best að ég sitji sem fastast.  Að þurfa standa upp og setjast er HELL.

Næsta æfing verður á morgun - takk og bless í bili.  

 

 

 

 


Draumurinn er að rætast.

box

 

Ætli það hafi ekki verið haustið 2013 sem ég byrjaði að æfa ByrjendaBox í Hnefaleikastöðinni með vinkonu minni.  Ég hafði lengi langað að læra undirstöðuatriðin, s.s. fótaburð, varnar- og árasarstöður. Tímarnir samanstóðu líka af fjölbreyttum brennslu, þol- og styrktaræfingum.  

Ég var varla byrjuð að æfa þegar ég var búin að fjárfesta í mínum eigin boxhönskum.  Spennan var svo mikil!  

Til að gera langa sögu stutta þá hætti ég að æfa 2-3 mánuðum seinna vegna þess að ég missti æfingarfélagann minn, treysti mér ekki að fara ein míns liðs þó þetta er einstaklingsíþrótt.

Sannleikurinn er sá að sjálföryggið mitt fer úr +7 niður í 0 í ákveðum aðstæðum og í kringum ákveðna einstaklinga. Hnefaleikastöðin er því miður ekki undantekning þar á.

En nú segi ég stopp. Mig langar að boxa aftur og því ekki að kýla á´ða.  Ég hafði samband við aðalmanninn hann Villa, óskaði eftir því að fá aðstoð við að koma mér í betra form svo ég byrja hjá honum í einkaþjálfun á mánudaginn. Verð 3x í viku.

Váááááááááááá, hvað mig hlakkar til að taka boxhanskana mína niður af hillunni :) 

Takk í dag.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


MUTE leikurinn.

Ég spila gjarnan leiki á Facebook heima fyrir þegar mér leiðist. Leikirnir tveir sem skiptast á að skemmta mér eru "Pig & Dragon" og "Merry Christmas".  En ég veit ekki hversu oft ég hef blótað höfundum leikana þegar meldingin "No moves left" birtist og ég þarf að bíða og bíða eftir nýju lífi til að geta haldið áfram.  Nú eða þegar ég þarf að fá þrjá lása til að komast inn á næsta borð, það getur hinsvegar tekið sinn tíma að bíða eftir þeim enda eru það aðrir leikmenn sem þurfa að senda mér lása svo ég geti haldið áfram.  Böggandi!

En í sannleika sagt þá er þetta fyrirkomulag ágætt því ég hætti oftast ekki að spila fyrr en ég er gjörsamlega stopp, spilafíkillinn ég wink

Og já, ég hef alltaf stillt á MUTE bæði í leiknum og á sjálfri tölvunni.

Nema hvað í gær þegar flestir voru farnir heim þá settist ég fyrir framan vinnutölvuna mína í Janus og ákvað að spila 5 umferðir af "Pig & Dragon". Ég var ein í salnum.  Eftir að hafa spilað í nokkrar mínútur með fulla einbeitingu þá heyrði ég allt í einu í músík.  En hvaðan þessi músík kom vissi ég ekki.  Þar sem ég á við athyglisbrest að stríða þá truflaði þessi músík mig.  Eitt vissi ég á þessari stundu að músíkin kæmi ekki frá mér!  

Svo ég fór að pæla hvaðan hún kom, stóð upp til að kanna tölvuna við hliðina á mér til vinstri.  Neibb.  Settist aftur við tölvuna.  Stóð svo aftur upp og kannaði tölvuna fyrir framan mig.  Neibb, ekki heldur.  Settist aftur niður.  Stóð aftur upp og kannaði tölvuna við hliðina á mér til hægri.  Neibb.  Settist enn og aftur niður og stóð aftur upp og gekk rakleiðis inn í fundarherbergi.

Hvað haldiði, músíkin barst ekki þaðan.  Ég var svo viss um að músíkin kæmi frá tölvu félaga minna eða einhverjum síma.

Þarna játaði ég mig sigraða.  Settist niður í hundraðsta skiptið og hélt áfram að spila leikinn.  Þá allt í einu fékk ég fulla athygli aftur og hafði vit á því að tjékka hvort tölvan mín væri stillt á MUTE sem hún var svo sannarlega ekki.  #vandamáliðleystánúlleinni-áframsvonalára.

Takk í dag - njótið helgarinnar.

 

 


I am back

Vertu velkomin/nn á nýja bloggið mitt sem ég kaus að nefna Gangur-Lífsins en hér ætla ég að blogga um mína veröld á léttu nótunum.

Þar sem ég hef alltaf átt frekar auðvelt með að tjá mig á opnum vef þá ákvað ég að byrja blogga aftur þar sem mig vantaði verkefni til að sinna fyrir hádegi virka daga.  Ekki bara það heldur finnst mér bloggheimurinn skemmtilegur og áhugaverður.

Ástæðan fyrir þessu verkefni er sú að ég er á vinnubraut í starfsendurhæfingu Janusar á mánu-,þriðju-,miðviku- og fimmtudögum og þarf að hafa eitthvað fyrir stafni.  Svo mér fannst tilvalið að slá tvær flugur í einu höggi.

Endilega verið ófeimin að skrifa athugasemdir við færslurnar mínar, nú eða kvitta í gestabókina.

Þangað til næst, veriði sæl.

BestuKveðjur, LáraH.

 

 

 

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband