Draumur að rætast.

Draumurinn rættist í gær þegar ég pantaði flug með aðstoð vinkonu minnar til Bandaríkjanna en þangað hef ég aldrei farið en lengi langað að fara. Vinkona mín sem er líka systir hennar býr í Galveston Tx með eiginmanni sínum sem er þaðan.  

galveston1

 

 

Galveston is a coastal city located on Galveston Island and Pelican Island in the U.S. state of Texas. The community of 208.3 square miles, with its population of 47,762 people, is the county seat and second-largest municipality of Galveston County.

 

 

 

Þar sem ferðalagið er langt og tíma mismunurinn mikill þá fannst mér við hæfi að stoppa hjá henni í heilar 3 vikur.  Enda er óvíst hvenær ég hef efni á að fara aftur út.

Ég flýg út þann 2.júní til Boston.  Flýg svo sama dag til Houston með millilendingu í Baltimore.

Þremur vikum seinna eða 23.júní þá millilendi ég í Atlanta á leið minni til Boston og þaðan til Íslands.

Ég hef ekki hugmynd um hvað bíður mín þarna úti.  Þó veit ég að það bíður mín STÓR heimur. RISASTÓR heimur.  Ég mun lengi lifa á þessari draumaferð svo mikið er víst.

Í dag eru 11 vikur til stefnu.  Ellefu!  

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Và til hamingju ég samgleðst þér og ég veit að þú àtt eftir að skemmta þér konunglega úti:)

Aðalheiður vinkona (IP-tala skráð) 25.3.2015 kl. 11:50

2 Smámynd: Lára Harðardóttir

Takk kærlega vinkona - ég trúi því varla að ég sé að fara þangað en það verður pottþétt stuð :)

Lára Harðardóttir, 26.3.2015 kl. 11:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband