Go Girl.

Fyrsti mánuðurinn í boxi lauk formlega á mánudaginn var.  Í tímanum fyrir helgi þá ældi ég því út úr mér við Villa þjálfara að mig langaði að léttast aðeins fyrir Texas ferðina mína. Við urðum sammála um að breyta æfingunum og einbeita okkur minna að boxinu en fyrsti mánuðurinn fór í að læra að boxa fyrst og fremst.  Enda var það ástæðan fyrir endurkomu minni í Hnefaleikastöðina, læra að boxa. Ekki bara það heldur sigrast líka á ákveðnum félagslegum kvíða og sanna það fyrir sjálfri mér að ég GET - ÆTLA - SKAL.  Sem ég hef svo sannarlega gert undanfarinn mánuð.  Go Girl!

Nema hvað að Villi þjálfari umturnaði öllu æfinga-systeminu sem ég er aðeins búin að bölva enda eru æfingarnar sem hann hefur látið mig gera undanfarna tvo daga eitt HELL. Þ.a.e.s fyrir mig.

Æfingin í gær var svona - Upphitun: Sippaði 3x3mínútur.

Æfingahringur 1: Hljóp stóra salinn fram, ein armbeygja með boxhönskunum, hljóp aftur tilbaka og boxaði 30x í fókuspúða. 4 mínútur samfleytt.  Pása í 3 mínútur.  Endurtók hringinn aftur.

Æfingahringur 2: Hljóp stóra salinn fram, 5x hnébeygjur, hljóp aftur tilbaka, boxaði 30x í fókuspúða.  4 mínútur samfleytt. Pása í 3 mínútur.  Endurtók hringinn aftur.

Æfingahringur 3: Hljóp stóra salinn fram, 7x hnébeygjur, hljóp tilbaka og svo fram og tilbaka aftur, boxaði 30x í fókuspúða.  4 mínútur samfleytt.  Pása í 3 mínútur.  Endurtók hringinn tvisvar sinnum.

Tók svipaða æfingu á mánudaginn svo harðsperrurnar í dag eru viðbjóður svo ég segi satt frá.  Það er aðeins skárra núna að setjast niður en að standa upp og byrja ganga er barasta mjög vont.

Annars er það að frétta að ég er byrjuð að undirbúa komu mína út á almenna vinnumarkaðinn eftir 5 ára fjarveru.  Vá, trúi því varla að það eru komin fimm ár en tíminn hefur svo sannarlega liðið hratt en samt ekki.  En ég hef síður en svo setið auðum höndum allan þennan tíma.  Í tvö ár sat ég á skólabekk og vann aukavinnu með hjá Póstinum sem og á sumrin.  Þótt ég hafi unnið þar þá vil ég ekki meina að ég hafi verið úti á almennum vinnumarkaði þar sem ég þekki Póstinn.  Of vel satt að segja.  Hef unnið þar mikið í gegnum árin svo það hefur verið mitt annað heimili.  Allir þekkja mig og ég þekki alla. Þekki starfið út og inn þar sem ég lærði á allt í deildinni minni.

En það sem skiptir mestu máli er að ég er búin að vinna rosalega mikið í sjálfri mér síðustu 18 mánuði.  Fyrstu 10 mánuðina sá ég um endurhæfinguna mína sjálf með smá aðstoð en frá því að ég byrjaði í Janus fyrir 8 mánuðum þá tóku þeir við endurhæfingunni.  Nema hvað að ég hef ráðið ferðinni mest megnis síðan mánaðamótin jan/feb en þá byrjað ég á nýrri braut.  En það er ekki þar með sagt að líf mitt varð hamingjusamara og lífið léki við mig þó blessuð endurhæfingin hófst loksins eftir dágóða bið.  Því miður.  Það var ekki þannig. 

Líf mitt tók góðan kipp fyrst núna um mánaðamót feb/mars, s.s 5 mánuðum eftir að ég byrjaði í Janus.  Það er orðið auðveldara og skemmtilegra en áður.  En er ég orðin hamingjusöm?

Það er nefnilega stóra spurningin!  

Það verður framhald í næsta bloggi laughing

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það getur tekið alla ævina að leita að svarinu

Hörður Jóhannesson (IP-tala skráð) 24.4.2015 kl. 09:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband