Önnur rannsókn í þágu vísindanna.

Það var haft samband við mig á mánudaginn frá Þjónustumiðstöð Rannsóknaverkefna og ég beðin um að mæta í aðra rannsókn sem ég var þegar búin að gefa grænt ljós á.  Þessi rannsókn var gerð í Domus Medica @ Röntgen þar sem ég var send hvorki meira né minna en í segulómun á höfði(MR).

En fyrst þurfti ég að svara hinum ýmsum krossa-spurningum  sem og leysa þrautir á tölvuskjá sem var reyndar bara æfing þar sem ég átti að leysa þessar þrautir á meðan ég væri í segulómtækinu.  Þrautirnar voru nokkrar, ein sem stóð upp úr, þessi sem ég þurfti að einblína vel á tölustafi sem birtust á skjánum í nokkrar sekúndur og leggja þær á minnið.  Svo átti ég að svara þrautinni með tölunni sem birtist í þar næstsíðasta skipti.  Öllum þrautunum svaraði ég með litlu tæki sem ég hélt á í hægri hendi.

Hér fyrir neðan útskýri ég aðeins ferlið með hjálp heimasíðu www.rd.is:

Mér var vísað í klefa þar sem ég var beðin um að klæða mig úr nánast öllu og í slopp.  Ég var líka látin taka af mér alla skartgripi og lausa málmhluti.  Einnig þurfti ég að taka af mér maskarann en í honum eru málmagnir sem setjast innan á tækið og gefa myndgalla. 

Svo kom geislafræðingur sem kom mér fyrir á rannsóknarbekknum.  Þar til gert lofnet var látið umlykja höfuðið og fékk ég svo breitt yfir mig teppi.

Ég fékk neyðarbjöllu í hendina til öryggis svona ef skyldi að ég vildi láta stöðva rannsóknina eða ná sambandi við geislafræðinginn.  Bekknum var svo rennt inn í segulómtækið þannig að höfuðið mitt var í miðju tækinu.

Meðan á myndatöku stóð gaf tækið frá sér mikinn hávaða, síendurtekin bankhljóð en ég fékk eyrnatappa.

Þar sem ég á ekki við innilokunarkennd að stríða þá leið mér barasta vel að liggja með höfuðið þéttingsfast inni í þessu "loftneti".  Þetta loftnet er svona næstum því eins og hjálmur sem situr fastur við allt höfuðið nema þú sérð út um gat og horfir beint á tölvuskjá.  Ég var í tækinu í klukkutíma, hefði léttilega getað sofið allan tímann en fékk einungis að slappa af fyrstu fimmtán mínúturnar.  En þá tóku við blessuðu þrautirnar sem héldu mér vakandi það sem eftir var. 

Það fyrsta sem geislafræðingurinn spurði mig þegar þessari skemmtun lauk hvort ég hafi verið með teina einu sinni en þá mundi ég allt í einu eftir því að ég er ennþá með litla málmplötu í munninum.  Úps! 

Læt þetta duga í bili.  Lítið annað ómerkilegt búið að gerast í mínu lífi undanfarna daga.

Takk í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband