Í dag er mánuður í brottför.

Bloggheimurinn er opinn allan sólarhringinn.  Þó hefur það verið venjan hjá mér að blogga þegar dagsbirtan er.  Því á nóttunni á ég að vera sofandi.  En undanfarna daga hef ég þurft að sofa rosalega mikið.  Hef tekið lögn á daginn en samt getað sofnað á mínum venjulega háttatíma, já svona sirka.  Það dugar mér alveg að sofa í 6-7 klukkustundir svo minn háttatími er eftir miðnætti.  Aftur á móti var lögnin í dag of löng þar sem ég rotaðist gjöramlega í 3 tíma vegna mikilla verkja í maganum.  Svo mér datt í hug að blogga núna frekar en að liggja uppí andvaka og telja kindur. 

Sem ég hef gert.  Allavega tvisvar sinnum.  Í bæði skiptin taldi ég upphátt uppá 1000 kindur.  Það hjálpar auðvitað lítið að svæfa sjálfan sig með því að telja í hljóði, svo ég taldi ein kind, tvær kindur, þrjár kindur ........ hundraðogfimm kindur ...... þrjúhundruðogsjötíuogníu kindur ..... sjöhundruðognítíuogníu kindur ..... þúsund kindur.  Kom mér á óvart hvað ég var fljót að þessu.  Kosturinn að búa ein er að geta talið kindur upphátt án þess að vekja makann wink

Box æfingin í dag gekk brösulega þar sem magaverkurinn þurfti endilega að byrja í miðjum boxtíma.  En ég hætti ekki strax þó ég var að DREPAST.  Það var hreint helvíti að boxa á fullu með þennan ógeðis verk.  Ég hætti þegar ég átti 20 mínútur af tímanum.  En annars ákvað ég að halda mig við fyrsta planið og halda áfram að læra að boxa því mér finnst það svo SKEMMTILEGT.  En ég var búin að segja ykkur að ég hafi gefið Villa þjálfara lausan tauminn með að breyta æfingunum svona aðallega til að ég myndi léttast hraðar fyrir Texas.  En til þess að léttast þarf ég jú líka að borða hóflega og hollari mat.  Sem ég er því miður ekki að gera þessa vikurnar.  Allavega ekki eins og ég myndi vilja hafa það.  En ég er þó aðeins byrjuð að vera harðari við mig.  Eitt lítið skref í einu.  Gleymi nánast alltaf að pæla í því.  Annað hvort er allt eða ekkert hérna megin.  En það sem ég vildi segja er það að ég ætla halda áfram að læra að boxa, einbeita mér að því enda finnst mér box hrikalega skemmtilegt og bara rugl að þykjast ætla að grennast hraðar fyrir eina utanlandsferð.  Ég þekki nú sjálfa mig það mikið að ég veit ég mun ekki hoppa úr stærð L í extra S á 4 vikum.  Eins og ég geti ekki keypt slatta af fötum þó ég noti stærð M/L en ég var einhverra hluta vegna búin að ímynda mér að það væri miklu skemmtilegra að kaupa slatta af fötum í smærri stærð.  Pffffffff, meira ruglið að hugsa þetta svona.

Einu skilyrðin fyrir Texas er að skemmta mér vel – ég verð virkur matarfíkill þessar þrjár vikur á meðan ég dvel úti.  Og hana nú cool.  En ég ætla samt að taka æfingaskóna með mér út. Taka t.d. einn röskan göngutúr í hitanum til að eiga inni fyrir einum ísköldum tongue-out

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Líst vel á attitútið hjá þér en mundu samt að þú þarft ekkert að fara á bólakaf til að hafa það notó, stærsti skammturinn er ekkert betri en sá í miðið.....  er stolt af þér að halda áfram í boxinu, þú rúlar !  seeya saturday ;)

gerður (IP-tala skráð) 5.5.2015 kl. 12:20

2 identicon

Það er ferlega næs að fá sér göngutúr á ströndinni, eg hef verið alltof löt við það undanfarið en nota tækifærið þegar þú kemur og við förum í marga góða göngutúra :-)

Begga (IP-tala skráð) 5.5.2015 kl. 15:37

3 identicon

Veit ekki hvað Villi þjálfari segir við að vera virkur matarfíkill i 3 vikur LOL :) Allt er gott i hófi.

Begga (IP-tala skráð) 5.5.2015 kl. 16:49

4 Smámynd: Lára Harðardóttir

Villi þjálfari hefur ekkert um það að segja.  Hans starf er einungis að kenna mér að boxa.  Ég hef ekkert verið að biðja hann um að skipta sér af mínu matarræði.  

En það sem ég á við er að ég ætla ekki að vera í átaki á meðan ég er úti, allt er leyfilegt en einmitt í hófi ;) 

Lára Harðardóttir, 5.5.2015 kl. 21:38

5 identicon

Með þessu áframhaldi í boxinu er ég hætt að þora í slag við þig systa. Það verður amk ekki sanngjarnt ! Bull og vitleysa að fara grennast fyrir Texas, bara fara og njóta. Öfund ! Komdu heim með tvo sæta stráka, takk ! 

Selma systir (IP-tala skráð) 7.5.2015 kl. 02:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband