Fattarinn ótengdur.

Ji dúdda mía.  Ótrúlegt hvað það tekur oft langan tíma að kveikja á perunni, þó ekki í bókstaflegri merkingu.  Ég sem hef hingað til farið létt með það að leggja saman 2+2 og þar af leiðandi fundið svarið strax út.  Enn nei, ekki í þetta skipti greinilega.

Þegar ég byrjaði að æfa boxið þá var ég varla mætt í hús og byrjuð að boxa þegar ég fann fyrir nefrennsli og miklum kláða í nebbanum.  Reyndar á svipuðum tíma var ég á eða nýbúin að klára pensílin-kúr því læknir einn sagði að ég væri með kinnholubólgu því mánuðinum þar á undan fékk ég kvefpest.  Sem aldrei virtist ætla taka enda.  Svo ég tengdi þessi einkenni bara við veikindin.  En ekki hvað?

En svo leið á mánuðinn og ég byrjaði aðeins að pæla í þessu þar sem stundum var nebbinn góður tímana áður en ég mætti í boxið en svo allt í einu byrjaði nefrennsli að tikka inn svo ég lagði saman 2+2 og fattaði að ég gæti ekki lengur kennt kvefinu um.  Það hlyti að vera önnur skýring á þessu öllu saman. 

Hlyti bara að vera!

Ekki nóg með það heldur fæ ég kláðaköst upp úr þurru líka, áður en ég veit af er ég búin að klóra mér svo mikið að klórin verða mjög áberandi á handleggjum og fótum og stundum klóra ég mér til blóðs.  Skemmtilegt eða hitt og heldur!  Þetta er ekki búið enn heldur vakna ég alltaf eins og ég hafi ekki sofið í viku, ógeðslega bólgin undir augunum og með ljótuna á hæsta stigi.

En í gær í boxtímanum þá fékk ég þúsundastaogsjötta nebba kláðakastið mitt en það er mjög pirrandi því ég kom til að boxa en ekki klóra mér.

Allt í einu í þessu kláðakasti kveikti ég á perunni, lagði saman 2+2 og fattaði að boxhanskarnir eru líklega ástæðan.  Ég er jú að nota boxhanska sem kostuðu ekki nema 3.990.- enda úr gervi efnum.  En alvöru leður boxhanskar kosta frá 15.000.- og upp úr hérna á Íslandi.

Málið er nefnilega að ég er með ofnæmi fyrir gúmmí og latexi í það minnsta.  Get engan veginn notað einnota latex hanska (vann einu sinni á sambýli þar sem þeir voru notaðir 24/7). Á líka erfitt með að vaska upp með uppþvottahönskunum sem eru jú úr gúmmí.  En ég var fyrri til þó ég fattaði þetta ekki með boxhanskana fyrr en í gær en ég hitti ofnæmislækni fyrir viku sem fannst hugmyndin mín góð að senda mig í ofnæmispróf.  Er ekki enn búin að kynna mér hvaða efni eru í hönskunum mínum en það hlýtur að vera eitthvað ofnæmisvaldandi. Það er þegar búið að taka blóðsýni en sjálft prófið verður þó ekki gert fyrr en þann 18.maí.  #svomikiðaðgerahjáþessumlæknum.

Pant kaupa mér alvöru boxhanska í Texas.  Hitti annars móðurömmu mína í gær og það fyrsta sem hún spurði mig var hvort ég væri búin að kaupa mér "cowboy hat". GóÐ! Annars fíla ég kúreka-outfitið.  Það færi mér vel að vera í kúreka stígvélum, í gallabuxum og köflóttri skyrtu og með "cowboy hat".  Myndi nú láta það vera að sitja nautin samt.  Það er ekki minn tebolli.  En ég skal vera í klappliðinu.  Skil annars ekkert í mér að hafa ekki verið löngu búin að kaupa mér köflótta skyrtu þar sem ég dýrka þetta munstur.  Í staðinn geng ég bara næstum því á vegg þegar ég mæti myndarlegum karlmanni í fallegri köflóttri skyrtu.  I love it!

Svo hef ég líka lengi langað að læra línudans.  Já, ég sagði línudans. Ætli ég hafi ekki verið kúreka-stelpa í fyrra lífi.

Takk og gleðilega páska.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég get svo séð þig fyrir mér í gallabuxum, rauðkoflóttri skyrtu, brúnu leður- eða rússkinsvesti og með vænan kúrekahatt.... og ekki má gleyma rauðum klút um hálsinn ;)

Silla (IP-tala skráð) 9.4.2015 kl. 00:12

2 Smámynd: Lára Harðardóttir

Nákvæmlega - ég sé mig alveg fyrir mér í þessu outfitti. Verst að ég kann lítið að sitja hest en það má svo sem bæta úr því :)

Lára Harðardóttir, 9.4.2015 kl. 01:50

3 identicon

Þá förum við með þig í þessa búð:https://www.cavenders.com/western/women

Begga Hall (IP-tala skráð) 9.4.2015 kl. 15:39

4 Smámynd: Lára Harðardóttir

Þumall upp Begga Hall ;) 

Lára Harðardóttir, 9.4.2015 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband